Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 14:58 Magnús Aron neitaði sök. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52