Handbolti

Stór­leikur Ómars Inga dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi var frábær í kvöld.
Ómar Ingi var frábær í kvöld. vísir/Getty

Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil.

Leikurinn var stál i stál framan af og staðan jöfn 16-6 í hálfleik. Leikurinn var í raun í jafn allt þangað aðeins þrjár mínútur voru eftir en þá var staðan jöfn 32-32. Kiel skoraði þá þrjú mörk í röð og tryggði sér sigurinn, lokatölur 36-33 Kiel í vil.

Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með sex mörk og stoðsendingahæstur á vellinum með átta slíkar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×