Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2022 10:01 Handboltalið Fram hefja nýtt líf á nýjum heimavelli í vetur. vísir/daníel Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið klífi því upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eftir fjögur ár í limbóinu sem enginn vill vera í, 9. og 10. sæti Olís-deildarinnar, komst Fram í úrslitakeppnina á síðasta tímabili, þökk sé ævintýralegum endaspretti. Nokkrir leikmenn Frammara heltust úr lestinni vegna meiðsla en ungir og efnilegir menn, þeir Kjartan Þór Júlíusson, Reynir Þór Stefánsson og Stefán Orri Arnalds, tóku við keflinu og áttu stóran þátt í því að Fram komst í átta-liða úrslit. Þar reyndist Valur hins vegar allt of stór biti. Fram hefur sennilega verið liða virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Alexander Má Egan frá Selfossi, Ólaf Brim Stefánsson og Ívar Loga Styrmisson frá Gróttu og tvo leikmenn frá Bregenz í Austurríki; línumanninn Marko Coric og hægri skyttuna Luka Vukicevic. Þeir eiga að fylla skörð Færeyinganna Rógva Dals Christiansen og Vilhelms Poulsen. Það eru ekki bara ný andlit í leikmannahópi Fram heldur er félagið komið á nýjan völl á nýju heimasvæði þess í Úlfarsárdalnum. Frammarar kvöddu Safamýrina eftir síðasta tímabil og afhentu Víkingum lyklana að henni. Fram er með einna breiðasta hópinn í deildinni og fínustu blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Leikmenn liðsins er flestir svipaðir að getu en það vantar fleiri afgerandi spilara til að velgja sterkustu liðum landsins undir uggum. En eftir ládeyðu, nánast alveg eftir Íslandsmeistaratitilinn 2013, horfir til betri vegar hjá Fram og að komast í úrslitakeppnina á að vera lágmarkskrafa hjá liðinu í vetur. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari Lykilmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í kunnuglegri stöðu.vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu. Hann er afar beittur sóknarmaður, skýtur mikið og skorar mikið. Þorsteinn Gauti klárar flestar sóknir Fram og þarf að eiga gott tímabil fyrir þá bláu í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Fram hefur allajafna státað af framúrskarandi hægri skyttum og það er kannski staðan sem Einar Jónsson myndi helst vilja styrkja. Vukievic og Kjartan Þór eru mjög efnilegir og munu þó eflaust skila sínum hlutverkum vel í vetur. En það væri gaman að sjá Fram með kanónu í hægri skyttustöðunni. Og hver væri betri en sá besti, að eigin mati, sjálfur Jóhann Gunnar Einarsson. Það er þó vonandi að Einar fái engar grillur um að hringja í sinn gamla lærisvein sem hefur nóg að gera í Seinni bylgjunni og kenna börnum. Olís-deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið klífi því upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eftir fjögur ár í limbóinu sem enginn vill vera í, 9. og 10. sæti Olís-deildarinnar, komst Fram í úrslitakeppnina á síðasta tímabili, þökk sé ævintýralegum endaspretti. Nokkrir leikmenn Frammara heltust úr lestinni vegna meiðsla en ungir og efnilegir menn, þeir Kjartan Þór Júlíusson, Reynir Þór Stefánsson og Stefán Orri Arnalds, tóku við keflinu og áttu stóran þátt í því að Fram komst í átta-liða úrslit. Þar reyndist Valur hins vegar allt of stór biti. Fram hefur sennilega verið liða virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Alexander Má Egan frá Selfossi, Ólaf Brim Stefánsson og Ívar Loga Styrmisson frá Gróttu og tvo leikmenn frá Bregenz í Austurríki; línumanninn Marko Coric og hægri skyttuna Luka Vukicevic. Þeir eiga að fylla skörð Færeyinganna Rógva Dals Christiansen og Vilhelms Poulsen. Það eru ekki bara ný andlit í leikmannahópi Fram heldur er félagið komið á nýjan völl á nýju heimasvæði þess í Úlfarsárdalnum. Frammarar kvöddu Safamýrina eftir síðasta tímabil og afhentu Víkingum lyklana að henni. Fram er með einna breiðasta hópinn í deildinni og fínustu blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Leikmenn liðsins er flestir svipaðir að getu en það vantar fleiri afgerandi spilara til að velgja sterkustu liðum landsins undir uggum. En eftir ládeyðu, nánast alveg eftir Íslandsmeistaratitilinn 2013, horfir til betri vegar hjá Fram og að komast í úrslitakeppnina á að vera lágmarkskrafa hjá liðinu í vetur. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari Lykilmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í kunnuglegri stöðu.vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu. Hann er afar beittur sóknarmaður, skýtur mikið og skorar mikið. Þorsteinn Gauti klárar flestar sóknir Fram og þarf að eiga gott tímabil fyrir þá bláu í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Fram hefur allajafna státað af framúrskarandi hægri skyttum og það er kannski staðan sem Einar Jónsson myndi helst vilja styrkja. Vukievic og Kjartan Þór eru mjög efnilegir og munu þó eflaust skila sínum hlutverkum vel í vetur. En það væri gaman að sjá Fram með kanónu í hægri skyttustöðunni. Og hver væri betri en sá besti, að eigin mati, sjálfur Jóhann Gunnar Einarsson. Það er þó vonandi að Einar fái engar grillur um að hringja í sinn gamla lærisvein sem hefur nóg að gera í Seinni bylgjunni og kenna börnum.
2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari
Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A
Olís-deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00