„Verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2022 09:00 Kristall Máni fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir U-21 árs landsliðið. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að axlarbrotna er hann fékk tækifæri í byrjunarliði norska stórliðsins Rosenborgar þá er Kristall Máni Ingason nokkuð brattur og segist ekki þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Vísir heyrði í honum hljóðið en meiðslin hefðu vart geta komið á verri tíma. Kristall Máni var án efa einn albesti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð er hann spilaði stóra rullu í liði Víkings sem varð Íslands- og bikarmeistari. Hann hafði spilað eins og engill í sumar er Rosenborg ákvað að kaupa kappann. Hann hafði aðallega komið inn af bekknum en gegn Tromsö um liðna helgi var hann í byrjunarliðinu. Segja má að Kristall Máni hafi nýtt tækifærið þó Rosenborg hafi tapað en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Það síðari skoraði hann axlarbrotinn en hann lenti illa á stönginni er hann skoraði fyrra mark sitt. Ljóst er að Kristall Máni verður frá keppni næstu vikurnar en hann lætur það lítið á sig fá. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég slepp við aðgerð svo það má segja að þetta hafi farið betur en á horfðist. Ég er samt í fatla núna og þarf að hvíla öxlina sem mest næstu daga. Þetta á samt að gróa að sjálfu sér, ég fer svo aftur í myndatöku eftir viku og þá sjáum við hvort þetta sé að gróa rétt. Ef ekki þá þarf ég að fara í aðgerð.“ „Ég lá í svona 15 sekúndur eftir að ég skoraði. Sjúkraþjálfarinn kom og spurði hvernig mér liði, ég sagði strax að ég væri brotinn en ég veit ekkert hvort hann trúði mér. Hann skoðaði mig en ég lét hann bara vita að ég væri að fara halda áfram. Ég var ekki að fara af velli þegar ég var nýbúinn að skora og minnka muninn í 2-1. Á þeim tímapunkti ertu bara með fókusinn á að skora annað mark.“ Það var nákvæmlega það sem Kristall Máni gerði en ásamt því að spila tæpar 50 mínútur með brotna öxl þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi úr vítaspyrnu sem Rosenborg fékk skömmu eftir að Kristall Máni hafði minnkað muninn. „Ég byrjaði frammi af því annar af framherjunum okkar var veikur. Var ekki viss hvort ég hefði átt að byrja á miðjunni en ég byrjaði leikinn allavega frammi í hans stað. Sá leikmaður hefur verið vítaskyttan okkar en á fundinum okkar fyrir leik sagði þjálfarinn að ég yrði vítaskyttan í dag,“ sagði Kristall Máni aðspurður hvernig það hefði komið til að hann færi á punktinn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Bæði mörkin sem og þegar Kristall Máni lendir á stönginni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlar að nýta tækifærið til að styrkja aðra þætti Eins og áður sagði er tímasetningin á meiðslunum frekar ömurleg þar sem hinn tvítugi Kristall Máni er tiltölulega nýkominn út í atvinnumennsku á nýjan leik og U-21 árs landslið Íslands mætir Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM í lok septembermánaðar. „Ég er ekkert búinn að vera pirraður, svona bara gerist og maður getur ekkert verið að pirra sig á því. Ég verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður. Auðvitað er þetta alveg erfitt því maður er nýkominn af stað hérna úti en ég get farið að æfa mig í öðru, orðið sterkari. Ég horfi á þetta sem tækifæri til að verða betri í öðrum þáttum.“ „Ég er ekkert stressaður fyrir þessum umspilsleikjum, strákarnir vinna alltaf Tékkland,“ sagði Kristall Máni um umspilsleikina mikilvægu. Kristall Máni í leik með U-21 landsliði Íslands gegn Portúgal.Vísir/Vilhelm „Vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp“ Rosenborg er án efa eitt af stærstu liðum Norðurlanda en liðið hefur alls orðið Noregsmeistari 26 sinnum, síðast þó árið 2018. Liðið hefur verið í lægð en í kristalkúlu sinni sér Kristall Máni fram á bjarta tíma, er það ein helsta ástæða þess að hann samdi við liðið. Það og góða stemningin í stúkunni en hún skiptir þennan stórskemmtilega leikmann miklu máli. „Ég vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp frekar en á leiðinni niður. Held að Rosenborg sé rétta liðið hvað það varðar. Vildi vera partur af því og svo vissi ég að stuðningsmennirnir hérna væru geggjaðir. Er mikill stemningsmaður og vill vera í stemningu.“ Að endingu var Kristall Máni spurður hvernig lífið í Noregi væri. Hann sagðist finna sig nokkuð vel í Þrándheimi. First training for @RBKfotball pic.twitter.com/Wvn3nLXyMw— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) July 31, 2022 „Mér líður mjög vel hérna. Þetta er ekkert það stór borg en mjög fín og frekar róleg. Það er smá eins og allt sé í slow motion hérna, sem er bara fínt. Ég bý einn en það er leikmaður í liðinu hérna við hliðina á mér og við erum mjög nálægt æfingasvæðinu sem er bara mjög þægilegt.“ Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira
Kristall Máni var án efa einn albesti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð er hann spilaði stóra rullu í liði Víkings sem varð Íslands- og bikarmeistari. Hann hafði spilað eins og engill í sumar er Rosenborg ákvað að kaupa kappann. Hann hafði aðallega komið inn af bekknum en gegn Tromsö um liðna helgi var hann í byrjunarliðinu. Segja má að Kristall Máni hafi nýtt tækifærið þó Rosenborg hafi tapað en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Það síðari skoraði hann axlarbrotinn en hann lenti illa á stönginni er hann skoraði fyrra mark sitt. Ljóst er að Kristall Máni verður frá keppni næstu vikurnar en hann lætur það lítið á sig fá. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég slepp við aðgerð svo það má segja að þetta hafi farið betur en á horfðist. Ég er samt í fatla núna og þarf að hvíla öxlina sem mest næstu daga. Þetta á samt að gróa að sjálfu sér, ég fer svo aftur í myndatöku eftir viku og þá sjáum við hvort þetta sé að gróa rétt. Ef ekki þá þarf ég að fara í aðgerð.“ „Ég lá í svona 15 sekúndur eftir að ég skoraði. Sjúkraþjálfarinn kom og spurði hvernig mér liði, ég sagði strax að ég væri brotinn en ég veit ekkert hvort hann trúði mér. Hann skoðaði mig en ég lét hann bara vita að ég væri að fara halda áfram. Ég var ekki að fara af velli þegar ég var nýbúinn að skora og minnka muninn í 2-1. Á þeim tímapunkti ertu bara með fókusinn á að skora annað mark.“ Það var nákvæmlega það sem Kristall Máni gerði en ásamt því að spila tæpar 50 mínútur með brotna öxl þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi úr vítaspyrnu sem Rosenborg fékk skömmu eftir að Kristall Máni hafði minnkað muninn. „Ég byrjaði frammi af því annar af framherjunum okkar var veikur. Var ekki viss hvort ég hefði átt að byrja á miðjunni en ég byrjaði leikinn allavega frammi í hans stað. Sá leikmaður hefur verið vítaskyttan okkar en á fundinum okkar fyrir leik sagði þjálfarinn að ég yrði vítaskyttan í dag,“ sagði Kristall Máni aðspurður hvernig það hefði komið til að hann færi á punktinn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Bæði mörkin sem og þegar Kristall Máni lendir á stönginni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlar að nýta tækifærið til að styrkja aðra þætti Eins og áður sagði er tímasetningin á meiðslunum frekar ömurleg þar sem hinn tvítugi Kristall Máni er tiltölulega nýkominn út í atvinnumennsku á nýjan leik og U-21 árs landslið Íslands mætir Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM í lok septembermánaðar. „Ég er ekkert búinn að vera pirraður, svona bara gerist og maður getur ekkert verið að pirra sig á því. Ég verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður. Auðvitað er þetta alveg erfitt því maður er nýkominn af stað hérna úti en ég get farið að æfa mig í öðru, orðið sterkari. Ég horfi á þetta sem tækifæri til að verða betri í öðrum þáttum.“ „Ég er ekkert stressaður fyrir þessum umspilsleikjum, strákarnir vinna alltaf Tékkland,“ sagði Kristall Máni um umspilsleikina mikilvægu. Kristall Máni í leik með U-21 landsliði Íslands gegn Portúgal.Vísir/Vilhelm „Vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp“ Rosenborg er án efa eitt af stærstu liðum Norðurlanda en liðið hefur alls orðið Noregsmeistari 26 sinnum, síðast þó árið 2018. Liðið hefur verið í lægð en í kristalkúlu sinni sér Kristall Máni fram á bjarta tíma, er það ein helsta ástæða þess að hann samdi við liðið. Það og góða stemningin í stúkunni en hún skiptir þennan stórskemmtilega leikmann miklu máli. „Ég vildi fara í lið sem væri á leiðinni upp frekar en á leiðinni niður. Held að Rosenborg sé rétta liðið hvað það varðar. Vildi vera partur af því og svo vissi ég að stuðningsmennirnir hérna væru geggjaðir. Er mikill stemningsmaður og vill vera í stemningu.“ Að endingu var Kristall Máni spurður hvernig lífið í Noregi væri. Hann sagðist finna sig nokkuð vel í Þrándheimi. First training for @RBKfotball pic.twitter.com/Wvn3nLXyMw— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) July 31, 2022 „Mér líður mjög vel hérna. Þetta er ekkert það stór borg en mjög fín og frekar róleg. Það er smá eins og allt sé í slow motion hérna, sem er bara fínt. Ég bý einn en það er leikmaður í liðinu hérna við hliðina á mér og við erum mjög nálægt æfingasvæðinu sem er bara mjög þægilegt.“
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira