Vekjum risann, tökum upp spjótin Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi. Risinn hefur leyft sér að verða kvöð á okkar samfélagi. Hann neitar að sjá þá fallegu hluti sem hann getur áorkað með lítilli fyrirhöfn. Og hann heldur að hann geti leyft sér að halda áfram að vera byrði fyrir samfélagið, án þess að skila nokkru tilbaka. Það er smá ýkjur að setja upp þessa sögu og líkja lífeyrissjóðum við risann. Lífeyrissjóðirnir er lífæð í samfélaginu okkar, þeir ávaxta fé okkar og skila því tilbaka þegar við nálgumst elliárin. Þeir eru lang stærsta fjármálaaflið í íslensku þjóðfélagi. Þetta vitum við öll, er það ekki? Eignarstaða lífeyrissjóðanna stendur nú í rúmum 6.400 milljörðum króna. Hvað gera menn þegar svona miklir peningar þurfa að komast í umferð? Á undanförnum árum hefur 65% af eignarhlutdeild sjóðanna verið fjárfest í íslensku þjóðlífi. Restin hefur verið fjárfest erlendis. Það er svo mikill peningur í umferð að lífeyrissjóðirnir eiga í erfiðleikum með að finna ásættanlegar fjárfestingar. Forsvarsmenn Landssamtaka lífeyrissjóða tala nú eindregið fyrir því að engar hömlur séu settar á lífeyrissjóði varðandi erlendar fjárfestingar og þeir hafa ýtt eftir því að ríkið fjármagni í meira mæli stórar framkvæmdir í gegnum sig. Þegar svona mikil krafa er á forsvarsmenn lífeyrissjóða að koma öllum fjármunum í arðbæra ávöxtun þá er spurning hvort að kröfur séu gerðar um eitthvað annað? Ég á erfitt með að finna dæmi þar sem lífeyrissjóðirnir stefna að öðru í lánveitingum. Samt eiga þeir samkvæmt samþykktum Landssamtaka lífeyrissjóða að gæta hagsmuna sjóðfélaga sem eiga aðild að samtökunum. Getum við sem samfélag samþykkt að einu hagsmunir sjóðsfélaga sé há ávöxtun? Eru gamaldags karllæg gildi of mikið í hávegum höfð þegar kemur að svona þýðingarmikilli starfsemi? Eða viljum við fá meira hjarta í starf lífeyrissjóða. Megum við biðja um Yang til mótvegis við Yin-ið? Megum við biðja um að fá eitt stykki umhyggjusama mömmu inn í hugsunarganginn? Megum við biðja um að lífeyrissjóðir sýni meiri samfélagslega ábyrgð í sínum störfum? En þá hljótum við að spyrja, hvar geta lífeyrissjóðir sýnt meiri samfélagslega ábyrgð? Hvað með að við byrjum á því sem hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega í frábærri stöðu til að draga úr ólgunni. Þeir geta neitað fyrirtækjum um lán og þeir geta neitað að fjárfesta í fyrirtækjum ef þeirra skilmálum er ekki mætt. Þeir geta sett kvaðir á laun stjórnenda og arðgreiðslur eigenda, þeir geta sett kvaðir á ofurálagningu fyrirtækja og þeir geta sett kvaðir á ofurhagnað fyrirtækja. Þeir geta sett kvaðir á leigufélögin um hámark hagnaðar og sett kvaðir á þá um álagningu á leiguverði. Þeir geta sett kvaðir á bankana, þeir geta sett kvaðir á olíufélögin. Þeir geta sett kvaðir á öll þessi stóru félög sem hafa gleymt sér smá í græðginni. Og lífeyrissjóðirnir geta gert meira. Þeir geta ákveðið að verða uppbyggilegt afl í þjóðfélaginu. Þeir geta gengið í það verk að hvetja til atvinnuþátttöku og uppbyggingu starfa. Þeir geta stuðlað að samfélagslegum verkefnum sem gætu dregið 7.500 manns af atvinnuleysisskrá. Þeir geta beitt sér í lánveitingum til lítilla fyrirtækja og stuðlað að sterku atvinnulífi hér á landi. Þeir geta ákveðið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í stað þess að leggja áherslu á að færa allan pening erlendis. Er ekki komið nóg af því að við gefum risanum leyfi til að éta okkur út á gaddinn? Er ekki orðið tímabært að við drögum lífeyrissjóðina til samfélagslegrar ábyrgðar? Og hvernig gerum við það má spyrja? Við drögum lífeyrissjóðina inn í komandi kjaraviðræður. Ef það er hægt að draga ríkissjóð inn í kjaraviðræðurnar þá er líka hægt að draga stærsta fjármálaaflið hér á landi að samningsborðinu. Við þurfum að vekja risann fyrir komandi kjaraviðræður. Ég get tekið upp stærsta spjótið sem ég finn og reynt að miða því upp í heilögu holuna á milli rasskinnanna á risanum en það mun ekki duga til. Risinn er stór og það verður erfitt að fá hann til að gera eitthvað meira en að rumska. Allt þorpið þarf að taka upp spjótin og byrja að pota í hann þar til hann tekur þá ákvörðun að kannski sé bara einfaldast að ganga til verka og sýna samfélagslega ábyrgð í gjörðum sínum. Höfundur er launþegi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun