Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 06:49 Ivan Safronov er ákærður fyrir landráð en hann segir þær trúnaðarupplýsingar, sem hann á að hafa lekið, hafa verið hægt að finna auðveldlega á veraldarvefnum. Getty/Sefa Karacan Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler. Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler.
Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent