Viðreisn vill flýta samþjöppun Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:02 Fyrir nokkru ritaði ég grein í Fréttablaðið þar sem vikið var að þeirri staðreynd að stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum muni ýta undir enn meiri samþjöppun í atvinnugreininni. Þetta hafa þingmenn flokksins staðfest í viðtölum. Af þessum sökum átti ég síður von á þeim viðbrögðum sem greinin fékk frá formanni Viðreisnar. Ég sagði einfaldlega það sem rétt er. Með þögn um þetta atriði í svargrein gengst formaðurinn auðvitað við þessari stefnu. Hvað sem því líður setur formaðurinn fram ýmiskonar hugleiðingar og staðhæfingar um Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem flestar eru rangar. Ég leyfi mér að nefna nokkur dæmi: 1. SFS fagna allri umræðu um sjávarútveg. Uppbyggileg skoðanaskipti auka skilning. Nýting náttúruauðlinda er aukinheldur eðlilegt viðfangsefni stjórnmálanna og sjávarútvegur getur því ekki kveinkað sér yfir mikilli eða harkalegri umræðu á þeim vettvangi. Þegar kemur hins vegar að grundvallarbreytingum í umhverfi sjávarútvegs, þá hljóta atvinnugreinin, fyrirtækin, fólkið sem vinnur við sjávarútveg og sjávarútvegssveitarfélög, svo einhverjir hagaðilar séu nefndir, að mega gera þá sanngjörnu kröfu að stjórnmálin færi rök fyrir tillögum sínum og útskýri hver áhrif þeirra muni verða. Í ljósi þess að rætt var um áhyggjur fólks af samþjöppun í sjávarútvegi í þeirri frétt sem ég vitnaði til í upphaflegri grein minni og fréttamaður óskaði viðbragða formanns Viðreisnar, þá hefði það sannanlega átt erindi til almennings að upplýsa að aukin samþjöppun yrði einmitt afleiðing ef stefna þess flokks næði fram að ganga. Þess í stað var látið að því liggja, ranglega, að Viðreisn hefði einhvers konar lausn til að sefa þessar áhyggjur almennings. Það var sérkennilegt. Önnur var athugasemd mín ekki – og síst af öllu var henni ætlað að skapa geðshræringu og ótta um að lýðræðið væri komið að fótum fram vegna þessara orða minna. 2. SFS eru hlynnt því að greitt sé fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Ákjósanlegra væri að sjá meira jafnræði með atvinnugreinum sem nýta allar auðlindir landsins, líkt og markmiðið var með skýrslu auðlindanefndar, undir stjórn Jóhannesar Nordal, frá árinu 2000. Hvað sem því líður hafa SFS ekki mótmælt hóflegu auðlindagjaldi. Megináhersla SFS hefur verið sú að gjaldtakan skaði ekki samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, enda verða áhrifin þau að samfélagið í heild sinni tapar. Veiðigjald er ekki einangruð stærð, heldur hluti af heildarmynd sem mikilvægt er að hafa í huga þegar rætt er um tilhögun og umfang gjaldtökunnar. Á þetta benti varaformaður Viðreisnar þegar hann var ráðgjafi þeirrar nefndar sem formaður Viðreisnar skipaði árið 2017. Þá sagði hann að sér fyndist hugmyndir manna „um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“ og að veiðigjald yrði aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð og myndi aldrei leysa af hólmi tekjuskatta. Afstaða SFS er því að líkindum ekki svo fjarri afstöðu varaformanns Viðreisnar. 3. Löggjafinn stýrir umgjörðinni, ekki SFS. Í kjölfar ágætrar vinnu áðurgreindrar auðlindanefndar árið 2000, tók löggjafinn þá ákvörðun að tilhögun auðlindagjalds í sjávarútvegi skyldi vera í formi veiðigjalds sem tæki mið afkomu fiskveiða og að gjaldið skyldi vera það sama óháð því hver veiddi fiskinn. Með þessum hætti vildi löggjafinn m.a. stuðla að því að hagkvæmur og heilbrigður rekstur sjávarútvegsfyrirtækja yrði ofan á, enda væri það grundvöllur þjóðfélagslegs ábata. Þetta þekkir formaður Viðreisnar vel, enda greiddi hún atkvæði á þingi með frumvarpi því sem leiddi veiðigjaldið upphaflega í lög. Það var árið 2002. Þess má geta að auðlindanefndin fjallaði einnig um fyrningarleiðina, sem Viðreisn hefur nú gefið hið nýstárlega heiti markaðslausn. Sú leið varð ekki fyrir valinu, að vel ígrunduðu máli. Þrátt fyrir að tveir áratugir séu liðnir hafa þessar hugmyndir enn ekki fengið brautargengi. Það verður formaður Viðreisnar að eiga við kjósendur en ekki SFS. 4. Enginn sniðgengur lög í skjóli SFS. Það er alveg skýrt að löggjafinn hefur á sínu valdi að ákveða þá umgjörð sem um sjávarútveg skal gilda. Sú skýlausa krafa er gerð af hálfu SFS að félagsmenn fylgi settum reglum. Það er því rangt hjá formanni Viðreisnar að fyrirtæki, með einhvers konar stuðningi SFS, sniðgangi sett lög eða stjórnvaldsfyrirmæli um hámarks aflahlutdeild. 5. SFS styðja hina einu sönnu markaðslausn. Þau fyrirtæki sem veiða fiskinn nú hafa keypt aflaheimildir af þeim sem hafa hætt á markaðsvirði hvers tíma. Markaðurinn er sannanlega frjáls og ríkið tekur sinn skerf í formi skatta þegar aflaheimildir skipta um hendur. Sú hugmynd Viðreisnar að svipta fyrirtæki lykileignum og endurúthluta þeim í miðstýrðu, flóknu, dýru og ógagnsæju ferli, á lítið skylt við hinn frjálsa markað. Sagan geymir aukinheldur allt of mörg dæmi þess að hið opinbera er hvorki góður eigandi né seljandi takmarkaðra gæða. Við lestur á hugleiðingum formanns Viðreisnar varð mér hugsað til orða Halldórs Laxness í Innansveitarkroniku um aðal- og aukaatriði. Sagði þar orðrétt: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Þrátt fyrir allar staðleysur formanns Viðreisnar var kjarna upphaflegs pistils míns ekki mótmælt. Það nægir mér. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru ritaði ég grein í Fréttablaðið þar sem vikið var að þeirri staðreynd að stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum muni ýta undir enn meiri samþjöppun í atvinnugreininni. Þetta hafa þingmenn flokksins staðfest í viðtölum. Af þessum sökum átti ég síður von á þeim viðbrögðum sem greinin fékk frá formanni Viðreisnar. Ég sagði einfaldlega það sem rétt er. Með þögn um þetta atriði í svargrein gengst formaðurinn auðvitað við þessari stefnu. Hvað sem því líður setur formaðurinn fram ýmiskonar hugleiðingar og staðhæfingar um Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem flestar eru rangar. Ég leyfi mér að nefna nokkur dæmi: 1. SFS fagna allri umræðu um sjávarútveg. Uppbyggileg skoðanaskipti auka skilning. Nýting náttúruauðlinda er aukinheldur eðlilegt viðfangsefni stjórnmálanna og sjávarútvegur getur því ekki kveinkað sér yfir mikilli eða harkalegri umræðu á þeim vettvangi. Þegar kemur hins vegar að grundvallarbreytingum í umhverfi sjávarútvegs, þá hljóta atvinnugreinin, fyrirtækin, fólkið sem vinnur við sjávarútveg og sjávarútvegssveitarfélög, svo einhverjir hagaðilar séu nefndir, að mega gera þá sanngjörnu kröfu að stjórnmálin færi rök fyrir tillögum sínum og útskýri hver áhrif þeirra muni verða. Í ljósi þess að rætt var um áhyggjur fólks af samþjöppun í sjávarútvegi í þeirri frétt sem ég vitnaði til í upphaflegri grein minni og fréttamaður óskaði viðbragða formanns Viðreisnar, þá hefði það sannanlega átt erindi til almennings að upplýsa að aukin samþjöppun yrði einmitt afleiðing ef stefna þess flokks næði fram að ganga. Þess í stað var látið að því liggja, ranglega, að Viðreisn hefði einhvers konar lausn til að sefa þessar áhyggjur almennings. Það var sérkennilegt. Önnur var athugasemd mín ekki – og síst af öllu var henni ætlað að skapa geðshræringu og ótta um að lýðræðið væri komið að fótum fram vegna þessara orða minna. 2. SFS eru hlynnt því að greitt sé fyrir nýtingu náttúruauðlinda. Ákjósanlegra væri að sjá meira jafnræði með atvinnugreinum sem nýta allar auðlindir landsins, líkt og markmiðið var með skýrslu auðlindanefndar, undir stjórn Jóhannesar Nordal, frá árinu 2000. Hvað sem því líður hafa SFS ekki mótmælt hóflegu auðlindagjaldi. Megináhersla SFS hefur verið sú að gjaldtakan skaði ekki samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, enda verða áhrifin þau að samfélagið í heild sinni tapar. Veiðigjald er ekki einangruð stærð, heldur hluti af heildarmynd sem mikilvægt er að hafa í huga þegar rætt er um tilhögun og umfang gjaldtökunnar. Á þetta benti varaformaður Viðreisnar þegar hann var ráðgjafi þeirrar nefndar sem formaður Viðreisnar skipaði árið 2017. Þá sagði hann að sér fyndist hugmyndir manna „um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“ og að veiðigjald yrði aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð og myndi aldrei leysa af hólmi tekjuskatta. Afstaða SFS er því að líkindum ekki svo fjarri afstöðu varaformanns Viðreisnar. 3. Löggjafinn stýrir umgjörðinni, ekki SFS. Í kjölfar ágætrar vinnu áðurgreindrar auðlindanefndar árið 2000, tók löggjafinn þá ákvörðun að tilhögun auðlindagjalds í sjávarútvegi skyldi vera í formi veiðigjalds sem tæki mið afkomu fiskveiða og að gjaldið skyldi vera það sama óháð því hver veiddi fiskinn. Með þessum hætti vildi löggjafinn m.a. stuðla að því að hagkvæmur og heilbrigður rekstur sjávarútvegsfyrirtækja yrði ofan á, enda væri það grundvöllur þjóðfélagslegs ábata. Þetta þekkir formaður Viðreisnar vel, enda greiddi hún atkvæði á þingi með frumvarpi því sem leiddi veiðigjaldið upphaflega í lög. Það var árið 2002. Þess má geta að auðlindanefndin fjallaði einnig um fyrningarleiðina, sem Viðreisn hefur nú gefið hið nýstárlega heiti markaðslausn. Sú leið varð ekki fyrir valinu, að vel ígrunduðu máli. Þrátt fyrir að tveir áratugir séu liðnir hafa þessar hugmyndir enn ekki fengið brautargengi. Það verður formaður Viðreisnar að eiga við kjósendur en ekki SFS. 4. Enginn sniðgengur lög í skjóli SFS. Það er alveg skýrt að löggjafinn hefur á sínu valdi að ákveða þá umgjörð sem um sjávarútveg skal gilda. Sú skýlausa krafa er gerð af hálfu SFS að félagsmenn fylgi settum reglum. Það er því rangt hjá formanni Viðreisnar að fyrirtæki, með einhvers konar stuðningi SFS, sniðgangi sett lög eða stjórnvaldsfyrirmæli um hámarks aflahlutdeild. 5. SFS styðja hina einu sönnu markaðslausn. Þau fyrirtæki sem veiða fiskinn nú hafa keypt aflaheimildir af þeim sem hafa hætt á markaðsvirði hvers tíma. Markaðurinn er sannanlega frjáls og ríkið tekur sinn skerf í formi skatta þegar aflaheimildir skipta um hendur. Sú hugmynd Viðreisnar að svipta fyrirtæki lykileignum og endurúthluta þeim í miðstýrðu, flóknu, dýru og ógagnsæju ferli, á lítið skylt við hinn frjálsa markað. Sagan geymir aukinheldur allt of mörg dæmi þess að hið opinbera er hvorki góður eigandi né seljandi takmarkaðra gæða. Við lestur á hugleiðingum formanns Viðreisnar varð mér hugsað til orða Halldórs Laxness í Innansveitarkroniku um aðal- og aukaatriði. Sagði þar orðrétt: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Þrátt fyrir allar staðleysur formanns Viðreisnar var kjarna upphaflegs pistils míns ekki mótmælt. Það nægir mér. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun