Kristall Máni frá í hið minnsta sex vikur vegna axlarbrots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 07:31 Kristall Máni í leik með Víkingum fyrr í sumar. Hann er nú leikmaður Rosenborg í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason komst á blað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi er hann skoraði tvívegis í 4-3 tapi Rosenborg gegn Tromsö. Því miður fyrir Kristal Mána þá meiddist hann í leiknum og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Sjá meira
Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Sjá meira
Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30
Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55
Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16
Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01