Rígurinn milli Mourinho og Sarri lífgar upp á Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 15:00 Sarri og Mourinho háðu hildi í ensku úrvalsdeildinni þegar sá fyrrnefndi stýrði Chelsea og Mourinho var í brúnni hjá Manchester United. Jordan Mansfield/Aitor Alcalde/Getty Lazio vann góðan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Leikurinn var í til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta og þá virðast þjálfarar Rómarliðanna Lazio og Roma halda hvor öðrum á tánum. Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins. Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins. Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira