Að sögn talsmanns lögreglu var maðurinn að smala dýrunum inn í hús eftir að dýragarðurinn lokaði þegar atvikið átti sér stað. Um klukkan fimm síðdegis í gær var tilkynnt m atvikið og bæði sjúkrabíll og lögregla kölluð út. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var maðurinn látinn.
Lögreglan hefur málið til rannsóknar en úttekt verður sömuleiðis gerð á hættu starfsmanna dýragarðsins. Að sögn lögreglu er málið litið mjög alvarlegum augum og litið á það sem mögulegt brot á öryggisreglum á vinnustað. Það þýðir þó ekki að nokkur sé grunaður um aðild að málinu.
Að sögn lögreglu var starfsmaðurinn sem lést af erlendum uppruna. Málið er til rannsóknar í samvinnu við umhverfis- og vinnumálastofnun Svíþjóðar.
Elandsantílópur eru ein af tveimur stærstu antílóputegundunum í heimi. Þær eiga rætur sínar að rekja til slétta suður- og austurhluta Afríku. Kvendýrin geta vegið allt að sex hundruð kíló en karldýrin allt að tonni. Bæði kven- og karldýrin eru með snúin horn sem geta orðið allt að 65 sentímetra löng.