Í kringum klukkan fimm í dag barst lögreglunni í Öland tilkynning um atvikið og fóru sjúkraliðar og lögreglumenn á svæðið um leið en maðurinn var látinn þegar viðbragðsaðilar komu þangað.
Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir Rickard Lundqvist, talsmanni dýragarðsins, að það sé verið að rannsaka hvernig þetta gat gerst. Þá verður gerð úttekt á hættu starfsmanna dýragarðsins.