„Nú er komið að okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, vill sjá liðið enda ellefu ára bið eftir bikarmeistaratitli og feti fótspor kvennalið félagsins í handbolta og körfubolta sem hafa unnið bikartitla undanfarin ár. Stöð 2 Sport/Vísir Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. „Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira
„Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira