Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 12:20 Enska útgáfa auglýsingarinnar að ofan og sú íslenska að neðan. „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. Oatly eru sænskar haframjólkurvörur sem framleiddar eru úr norrænum höfrum. Mjólkin hefur verið auglýst með fyrrnefndum orðum í enskumælandi löndum. Auglýsing á ensku á strætóskýlum hér á landi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, vakti athygli á auglýsingunni á strætóskýli í Skerjafirðinum. Hún var ekki lengi að leggja til íslenska útgáfu fyrir auglýsinguna. „Eins og mjólk - en gerð fyrir fólk,“ sagði Björk í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli. Þá benti hún á að samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum væri hreinlega ólöglegt að hafa auglýsinguna á ensku. „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku,“ segir í sjöttu grein laganna. Eiríkur skrifaði bréf Karen Kjartansdóttir almannatengill stökk á vagninn með Björk. „Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við,“ sagði Karen. „Vandræðalegt að sjá hve mörg fyrirtæki berja sér á brjóst fyrir samfélagslega ábyrgð á sama tíma og þau nenna ekki að þýða einföldustu skilaboð sem ætluð eru samfélaginu sem þau starfa í.“ Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur tók svo skrefið og sendi tölvupóst á Innnes sem er innflytjandi vörunnar. „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn "It's like milk but made for humans". Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“ Auglýsing bönnuð í Svíþjóð Hvort það var bréf Eiríks, fyrri gagnrýni eða alltaf markmiðið þá eru auglýsingar á íslensku komnar í dreifingu. Á íslensku hljómar auglýsingin núna: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í markaðsstjóra Innness vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Innnes þegar þau berast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsingar frá Oatly valda fjaðrafoki. Auglýsing Oatly sem sýnd var í hálfleik í Ofurskálinn (e. Super Bowl) í fyrra vakti mikla athygli. Þar settist forstjórinn Tony Petersson við hljómborðið og söng. Um var að ræða auglýsingu frá 2014 sem var bönnuð í Svíþjóð. Raunar hefur Oatly endurtekið lent upp á kant við yfirvöld vegna auglýsinga sinna fyrir vafasamar fullyrðingar og samanburð við mjólk. BBC hefur fjallað um þau mál og fleiri miðlar. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Oatly eru sænskar haframjólkurvörur sem framleiddar eru úr norrænum höfrum. Mjólkin hefur verið auglýst með fyrrnefndum orðum í enskumælandi löndum. Auglýsing á ensku á strætóskýlum hér á landi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, vakti athygli á auglýsingunni á strætóskýli í Skerjafirðinum. Hún var ekki lengi að leggja til íslenska útgáfu fyrir auglýsinguna. „Eins og mjólk - en gerð fyrir fólk,“ sagði Björk í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli. Þá benti hún á að samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum væri hreinlega ólöglegt að hafa auglýsinguna á ensku. „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku,“ segir í sjöttu grein laganna. Eiríkur skrifaði bréf Karen Kjartansdóttir almannatengill stökk á vagninn með Björk. „Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við,“ sagði Karen. „Vandræðalegt að sjá hve mörg fyrirtæki berja sér á brjóst fyrir samfélagslega ábyrgð á sama tíma og þau nenna ekki að þýða einföldustu skilaboð sem ætluð eru samfélaginu sem þau starfa í.“ Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur tók svo skrefið og sendi tölvupóst á Innnes sem er innflytjandi vörunnar. „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn "It's like milk but made for humans". Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“ Auglýsing bönnuð í Svíþjóð Hvort það var bréf Eiríks, fyrri gagnrýni eða alltaf markmiðið þá eru auglýsingar á íslensku komnar í dreifingu. Á íslensku hljómar auglýsingin núna: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í markaðsstjóra Innness vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Innnes þegar þau berast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsingar frá Oatly valda fjaðrafoki. Auglýsing Oatly sem sýnd var í hálfleik í Ofurskálinn (e. Super Bowl) í fyrra vakti mikla athygli. Þar settist forstjórinn Tony Petersson við hljómborðið og söng. Um var að ræða auglýsingu frá 2014 sem var bönnuð í Svíþjóð. Raunar hefur Oatly endurtekið lent upp á kant við yfirvöld vegna auglýsinga sinna fyrir vafasamar fullyrðingar og samanburð við mjólk. BBC hefur fjallað um þau mál og fleiri miðlar.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira