Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 11:57 Gangur á fangelsinu á Hólmsheiði. Myndin og sá sem er á henni tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira