Ósáttur að rannsóknin heyri undir annað embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 21:43 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag. Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag.
Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25
„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49