„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 15:30 Weston McKennie fékk ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu í gærkvöld. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins. 2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins. Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins. Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira