Blóðgaði Ólaf en telur „margar ástæður“ fyrir rauða spjaldinu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 10:01 Kian Williams kíkir undir takkaskóna eftir að hafa brotið á Ólafi Guðmundssyni sem lá eftir. Ólafur hélt áfram leik en var með höfuðið vafið í sárabindum. Stöð 2 Sport Kian Williams, leikmaður Keflavíkur, var enn harður á því eftir leikinn við FH í Bestu deildinni í gærkvöld að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Hann gaf í skyn að dómari leiksins hefði haft fleiri ástæður til að lyfta rauða spjaldinu en aðeins þá að fara eftir reglum. Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40