Líðan mannsins eftir atvikum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 15:24 Rannsókn lögreglu á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í gærmorgun barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi í bænum. Um er að ræða hjón á sextugsaldri sem karlmaður hafði skotið á meðan þau sváfu. Konan er látin en maðurinn liggur særður á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í gær að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan mun hafa verið að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést. Syninum og unnustu hans var verið sleppt úr haldi lögreglu í gær. Fram kom að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. Þá segir í tilkynningunni að líðan mannsins sem liggur inni á sjúkrahúsi fari eftir atvikum en ljóst sé að áverkar hans séu alvarlegir. Lögreglan segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu og hefur ekki viljað svara spurningum tengdum málinu í dag. Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í gærmorgun barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi í bænum. Um er að ræða hjón á sextugsaldri sem karlmaður hafði skotið á meðan þau sváfu. Konan er látin en maðurinn liggur særður á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í gær að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan mun hafa verið að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést. Syninum og unnustu hans var verið sleppt úr haldi lögreglu í gær. Fram kom að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. Þá segir í tilkynningunni að líðan mannsins sem liggur inni á sjúkrahúsi fari eftir atvikum en ljóst sé að áverkar hans séu alvarlegir. Lögreglan segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu og hefur ekki viljað svara spurningum tengdum málinu í dag.
Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47