Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 15:23 Samúðarkveðjur hafa borist frá fjölda fólks til íbúa Blönduóss í kjölfar atburðarins voveiflega í gærmorgun. Vísir/Helena Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. Á vefsíðu Forsetaembættisins sendir Forseti Íslands íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðarins um nýliðna helgi. Í bréfi sem forseti sendi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir „að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð.“ Einnig biður hann forseta sveitarstjórnar að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi. Stjórnmálamenn hugsa til íbúa Blönduóss Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hún sagði ekki annað hægt en „að tárast yfir ávarpi Guðmundar Hauks Jakobssonar“ þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar. Þá segir hún að hugur „okkar allra sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar“ og að mestu skipti „að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni.“ Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um atburðinn voveiflega. Í færslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, skrifaði á Facebook sagði hún „Megi allt gott umvefja fallega samfélagið á Blönduósi og Húnabyggð allri í þessum hrikalegu aðstæðum.“ Enn fremur sagðist hún viss um að með tímanum tækist samfélaginu að vinna úr þessum atburðum í krafti smæðar sinnar. Þá tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sér sérstakan tíma til að skila kveðjum til íbúa Blönduóss í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um ótengt mál. Samúðarkveðjur frá sveitarfélögum Kveðjur hafa borist einnig borist frá ýmsum sveitarfélögum til íbúa Blönduóss. Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendi sveitarstjórn Skagafjarðar innilegar samúðarkveðjur til Blönduóss. Jafnframt sagði sveitarstjórnin í kveðjunni að hugur Skagfirðinga væri hjá „okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.“ Jafnframt sendi bæjarstjórn Akureyrar samúðarkveðjur til „allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.“ Þar segir að engin orð fái lýst sorg og vanmætti bæjarstjórnarinnar gagnvart „svo skelfilegum atburði“ og að þau hugsi „með hluttekningu og hlýhug“ til vina sinna á Blönduósi. Einnig sendi sveitarstjórn Húnaþings vestra kærleikskveðjur til Blönduóss þar sem þau sögðust harmi slegin og að hugur þeirra sé hjá öllum íbúum Húnabyggðar. Kirkjan á Blönduósi.Vísir/Helena Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Húnaþing vestra Akureyri Skagafjörður Tengdar fréttir Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Á vefsíðu Forsetaembættisins sendir Forseti Íslands íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðarins um nýliðna helgi. Í bréfi sem forseti sendi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir „að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð.“ Einnig biður hann forseta sveitarstjórnar að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi. Stjórnmálamenn hugsa til íbúa Blönduóss Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hún sagði ekki annað hægt en „að tárast yfir ávarpi Guðmundar Hauks Jakobssonar“ þegar hann bað um stuðning þjóðarinnar. Þá segir hún að hugur „okkar allra sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda sem og öllum íbúum Húnabyggðar“ og að mestu skipti „að halda vel utan um hvert annað og standa saman í sorginni.“ Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um atburðinn voveiflega. Í færslu sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, skrifaði á Facebook sagði hún „Megi allt gott umvefja fallega samfélagið á Blönduósi og Húnabyggð allri í þessum hrikalegu aðstæðum.“ Enn fremur sagðist hún viss um að með tímanum tækist samfélaginu að vinna úr þessum atburðum í krafti smæðar sinnar. Þá tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sér sérstakan tíma til að skila kveðjum til íbúa Blönduóss í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um ótengt mál. Samúðarkveðjur frá sveitarfélögum Kveðjur hafa borist einnig borist frá ýmsum sveitarfélögum til íbúa Blönduóss. Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendi sveitarstjórn Skagafjarðar innilegar samúðarkveðjur til Blönduóss. Jafnframt sagði sveitarstjórnin í kveðjunni að hugur Skagfirðinga væri hjá „okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.“ Jafnframt sendi bæjarstjórn Akureyrar samúðarkveðjur til „allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.“ Þar segir að engin orð fái lýst sorg og vanmætti bæjarstjórnarinnar gagnvart „svo skelfilegum atburði“ og að þau hugsi „með hluttekningu og hlýhug“ til vina sinna á Blönduósi. Einnig sendi sveitarstjórn Húnaþings vestra kærleikskveðjur til Blönduóss þar sem þau sögðust harmi slegin og að hugur þeirra sé hjá öllum íbúum Húnabyggðar. Kirkjan á Blönduósi.Vísir/Helena
Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Húnaþing vestra Akureyri Skagafjörður Tengdar fréttir Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31