Óðinn fékk högg á annan fótinn og ristarbrotnaði á æfingu síns nýja liðs, og verður frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina eftir því sem fram kemur á handbolti.is.
Óðinn segist þar vera á leið í aðgerð á fimmtudaginn en hann hafði stimplað sig vel inn í æfingaleikjum með Kadetten áður en hann meiddist. Hann missti af því þegar Kadetten, sem leikur undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann Amicitia Zürich um helgina í svissneska ofurbikarnum, 32-25. Það er árlegur leikur á milli svissnesku meistaranna og bikarmeistaranna.
Ljóst er að Óðinn kemur til með að missa af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM um miðjan október þegar liðið mætir Ísrael og Eistlandi.