Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 18:31 Forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar átti, eðli málsins samkvæmt, erfitt með að láta tilfiningarnar ekki bera sig ofurliði þegar hann las upp yfirlýsingu sveitarstjórnar. Vísir Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, las upp yfirlýsingu sveitarstjórnar fyrir hönd allra íbúa Húnabyggðar fyrir fjölmiðla rétt í þessu. Hann vottar öllum hlutaðeigandi samúð sína. „Við erum enn þá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhvers konar áfalli og alli reru að reyna að ná utan um þessa atburði og þæ tilfinningar sem þeim fylgja,“ segir Guðmundur. Hann segir að í litlu samfélagi á borð við Blönduóss séu allir kunningjar, vinir og eða ættingjar að atburður sem sá sem varð í morgun risti djúpt í samfélaginu. Lokaður upplýsingafundur í kvöld Guðmundur segir að klukkan 20 í kvöld verði haldinn lokaður upplýsingafundur fyrir íbúa Húnabyggðar í félagsheimilinu á Blöndósi. Í tilkynningu sveitarfélagsins á Facebook segir að séra Magnús Magnússon muni stýra fundinum og Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, muni fara yfir málsatvik að því leyti sem unnt er. Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að rannsókn málsins standi yfir og sé á forræði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og vegna rannsóknarhagsmuna muni lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, eðli máls samkvæmt, ekki veita upplýsingar um hana. Að upplýsingafundi loknum verður haldin bænastund í kirkjunni á Blönduósi.Vísir Sveitarstjórn biðlar til fjölmiðla að veita samfélaginu svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Dökk ský yfir Húnabyggð Sveitarstjórn Húnabyggðar biðlar til landsmanna að standa við bakið á íbúum Húnabyggðar og að hugsa vel til þeirra sem atburðinum tengjast. „Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komumst við í gegnum þetta saman,“ segir Guðmundur. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda að Rauði krossinn á Íslandi sinni fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Sími Rauða krossins, 1717, sé opinn allan sólarhringinn. Við í sveitarstjórninni viljum gefa út opinbera tilkynningu vegna þess voveiflega atburðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnudags 21. ágúst. Við munum að svo stöddu ekki gefa kost á okkur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd allra í samfélaginu. Íbúar svæðisins eru harmi slegnir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhverskonar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt. Lokaður upplýsingafundur lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila fyrir íbúa svæðisins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20. Að þeim fundi loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru i Blönduóskirkju. Sveitarstjórn beinir þeirri ósk til fjölmiðla að sýna því skilning að samfélagið er í sárum og þarf svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að allar tæknilegar upplýsingar um málsatvik eru á borði lögreglunnar sem sér um upplýsingagjöf vegna málsins. Við biðlum til landsmanna allra að standa með okkur á þessum erfiðu tímum, við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur. Eins óskum við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þessum atburði tengjast. Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komust við í gegnum þetta saman. Við leggjum áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi og sími þeirra 1717 er opinn allan sólarhringinn. Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn og sveitarstjóri. Húnabyggð Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, las upp yfirlýsingu sveitarstjórnar fyrir hönd allra íbúa Húnabyggðar fyrir fjölmiðla rétt í þessu. Hann vottar öllum hlutaðeigandi samúð sína. „Við erum enn þá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhvers konar áfalli og alli reru að reyna að ná utan um þessa atburði og þæ tilfinningar sem þeim fylgja,“ segir Guðmundur. Hann segir að í litlu samfélagi á borð við Blönduóss séu allir kunningjar, vinir og eða ættingjar að atburður sem sá sem varð í morgun risti djúpt í samfélaginu. Lokaður upplýsingafundur í kvöld Guðmundur segir að klukkan 20 í kvöld verði haldinn lokaður upplýsingafundur fyrir íbúa Húnabyggðar í félagsheimilinu á Blöndósi. Í tilkynningu sveitarfélagsins á Facebook segir að séra Magnús Magnússon muni stýra fundinum og Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, muni fara yfir málsatvik að því leyti sem unnt er. Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að rannsókn málsins standi yfir og sé á forræði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og vegna rannsóknarhagsmuna muni lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, eðli máls samkvæmt, ekki veita upplýsingar um hana. Að upplýsingafundi loknum verður haldin bænastund í kirkjunni á Blönduósi.Vísir Sveitarstjórn biðlar til fjölmiðla að veita samfélaginu svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Dökk ský yfir Húnabyggð Sveitarstjórn Húnabyggðar biðlar til landsmanna að standa við bakið á íbúum Húnabyggðar og að hugsa vel til þeirra sem atburðinum tengjast. „Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komumst við í gegnum þetta saman,“ segir Guðmundur. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda að Rauði krossinn á Íslandi sinni fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Sími Rauða krossins, 1717, sé opinn allan sólarhringinn. Við í sveitarstjórninni viljum gefa út opinbera tilkynningu vegna þess voveiflega atburðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnudags 21. ágúst. Við munum að svo stöddu ekki gefa kost á okkur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd allra í samfélaginu. Íbúar svæðisins eru harmi slegnir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhverskonar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt. Lokaður upplýsingafundur lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila fyrir íbúa svæðisins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20. Að þeim fundi loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru i Blönduóskirkju. Sveitarstjórn beinir þeirri ósk til fjölmiðla að sýna því skilning að samfélagið er í sárum og þarf svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að allar tæknilegar upplýsingar um málsatvik eru á borði lögreglunnar sem sér um upplýsingagjöf vegna málsins. Við biðlum til landsmanna allra að standa með okkur á þessum erfiðu tímum, við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur. Eins óskum við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þessum atburði tengjast. Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komust við í gegnum þetta saman. Við leggjum áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi og sími þeirra 1717 er opinn allan sólarhringinn. Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn og sveitarstjóri.
Við í sveitarstjórninni viljum gefa út opinbera tilkynningu vegna þess voveiflega atburðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnudags 21. ágúst. Við munum að svo stöddu ekki gefa kost á okkur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd allra í samfélaginu. Íbúar svæðisins eru harmi slegnir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhverskonar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt. Lokaður upplýsingafundur lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila fyrir íbúa svæðisins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20. Að þeim fundi loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru i Blönduóskirkju. Sveitarstjórn beinir þeirri ósk til fjölmiðla að sýna því skilning að samfélagið er í sárum og þarf svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að allar tæknilegar upplýsingar um málsatvik eru á borði lögreglunnar sem sér um upplýsingagjöf vegna málsins. Við biðlum til landsmanna allra að standa með okkur á þessum erfiðu tímum, við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur. Eins óskum við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þessum atburði tengjast. Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komust við í gegnum þetta saman. Við leggjum áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi og sími þeirra 1717 er opinn allan sólarhringinn. Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn og sveitarstjóri.
Húnabyggð Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34