Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2022 23:53 Alexander Dugin er umdeildur. Skjáskot/60 Minutes Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira