Þá fjöllum við um læknaskort en læknafélag Íslands telur að fjölga þurfi nýnemum í læknanámi um helming í ljósi yfirvofandi læknaskorts. Forseti læknadeildar Háskólans segir málið stranda á plássi í starfsnám á Landspítalanum og heilbrigðisráðherra segir að mikið verkefni sé fram undan að manna heilbrigðiskerfið.
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag eftir tveggja ára hlé og er margt um að vera í miðborginni. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. Við tökum púlsinn á stemningunni og förum yfir götulokanir í hádegisfréttum.
Argentíska lögreglan hefur handtekið rúmlega tuttugu manns, grunaða um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að óperusöngvarinn Pla-cido Dom-ingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.