Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2022 14:31 Placido Domingo á tónleikum í Mérida á Spáni í september í fyrra. Jorge Armestar/Getty Images Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið. Argentína Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið.
Argentína Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira