„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. ágúst 2022 14:16 Skemmdarverkið sem um ræðir, það virðist hafa verið skorið á böndin. Vísir/Sigurjón Ólason Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18