Efins um sviptingar þrátt fyrir Íslandsmet í haldlagningu á kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2022 11:39 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsóknina unna með Lögreglunni á Suðurnesjum, héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra auk þess sem erlend lögregluyfirvöld hafi lagt hönd á plóg. vísir/arnar Yfirlögregluþjónn efast um að haldlagning á um hundrað kílóum af kókaíni hafi áhrif á íslenskan fíkniefnamarkað. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins. „Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25