Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 21:01 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, fyrir framan skiltin í dag - sem þá höfðu verið þrifin. Vísir/Egill Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín. Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín.
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25