Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 07:01 Hjörtur Sigurðsson hleypur berfættur í maraþoninu hleypur til styrktar Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar. Aðsent Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira