Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:17 Utanríkisráðherra hefur almennt ekki pólitísk afskipti af einstaka málum. vísir/samsett Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30