Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:17 Utanríkisráðherra hefur almennt ekki pólitísk afskipti af einstaka málum. vísir/samsett Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30