Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 09:42 Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í morgun. EPA-EFE/CJ GUNTHER Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. Þetta leit mjög vel út eftir riðil Hilmars og á endanum átti kappinn sjöunda lengsta kastið í undankeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti. Hilmar Örn kastaði 76,33 metra í sínu lokakasti og var með þriðja lengsta kastið í fyrri undanriðlinum. Þar köstuðu bara Pólverjinn Wojciech Nowicki (78,78 metrar) og Frakkinn Quentin Bigot (77,22 metrar). Hilmar Örn hafði gert ógilt í fyrsta kasti og svo kastað 72,87 metra í kasti tvö. Hann þurfti því á risakasti í þriðju og síðustu tilraun sem kom. Hilmar hefur aðeins einu sinni kastað lengra en það var þegar hann kastaði sleggjunni 77,10 metra og setti Íslandsmet á Origo móti FH 27 ágúst 2020. Þetta var líka langlengsta kast Íslendings á stórmóti en Hilmar kastaði 72,72 metra á heimsmeistaramótinu í júlí. Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast Hilmars. Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022 Þeir sem köstuðu 77,50 metra tryggðu sér strax í úrslit en tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum annað kvöld. Í seinni undanriðlinum máttu því níu manns kasta lengra en Hilmar og það kom fljótlega í ljós að kapparnir voru að kasta lengra í þeim riðli. Það voru þrír sem köstuðu sig beint í úrslitin og einn að auki sem kastaði lengra en Hilmar. Lengst allra kastaði Pólverjinn Paweł Fajdek en sleggjan hans fór 79,76 metra. Hilmar kastaði jafnlangt og Grikkinn Christos Frantzeskakis en tekur sjöunda sætið af því að næstlengsta kast hans var lengra. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Þetta leit mjög vel út eftir riðil Hilmars og á endanum átti kappinn sjöunda lengsta kastið í undankeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti. Hilmar Örn kastaði 76,33 metra í sínu lokakasti og var með þriðja lengsta kastið í fyrri undanriðlinum. Þar köstuðu bara Pólverjinn Wojciech Nowicki (78,78 metrar) og Frakkinn Quentin Bigot (77,22 metrar). Hilmar Örn hafði gert ógilt í fyrsta kasti og svo kastað 72,87 metra í kasti tvö. Hann þurfti því á risakasti í þriðju og síðustu tilraun sem kom. Hilmar hefur aðeins einu sinni kastað lengra en það var þegar hann kastaði sleggjunni 77,10 metra og setti Íslandsmet á Origo móti FH 27 ágúst 2020. Þetta var líka langlengsta kast Íslendings á stórmóti en Hilmar kastaði 72,72 metra á heimsmeistaramótinu í júlí. Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast Hilmars. Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022 Þeir sem köstuðu 77,50 metra tryggðu sér strax í úrslit en tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum annað kvöld. Í seinni undanriðlinum máttu því níu manns kasta lengra en Hilmar og það kom fljótlega í ljós að kapparnir voru að kasta lengra í þeim riðli. Það voru þrír sem köstuðu sig beint í úrslitin og einn að auki sem kastaði lengra en Hilmar. Lengst allra kastaði Pólverjinn Paweł Fajdek en sleggjan hans fór 79,76 metra. Hilmar kastaði jafnlangt og Grikkinn Christos Frantzeskakis en tekur sjöunda sætið af því að næstlengsta kast hans var lengra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira