Viðskipti innlent

Tekur við stöðu verslunar­stjóra í Hrís­ey

Atli Ísleifsson skrifar
Díana Sveinbjörnsdóttir verslunarstjóri og Valgeir Magnússon, formaður stjórnar Hríseyjarbúðar, undirrita ráðningasamninginn.
Díana Sveinbjörnsdóttir verslunarstjóri og Valgeir Magnússon, formaður stjórnar Hríseyjarbúðar, undirrita ráðningasamninginn. Aðsend

Díana Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. Guðrún Þorbjarnardóttir sem gegndi stöðunni til bráðabirgðar hættir 1. september.

Frá þessu segir í tilkynningu. Segir að verslunin í Hrísey sé lífæð samfélagsins en stór hluti eyjarskeggja og sumarhúsaeigenda séu hluthafar í búðinni. 

„Verslunin er opin allt árið og er þar einnig rekin afgreiðsla fyrir Póstinn, mannlegur hraðbanki og sjálfsafgreiðsluverslun utan opnunartíma. Þegar verslunin lagðist af fyrir nokkrum árum síðan tók hópur fólks sig saman og stofnaði félag um nýja verslun sem hefur verið rekin sleitulaust síðan. Verslunin er opin allt árið en með styttan opnunartíma að vetri,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Valgeir Magnússon, formann stjórnar Hríseyjarbúðar, að það sé mikill fengur í því að Díana skuli gefa sig í þetta starf en hún hafi í nokkur ár unnið í versluninni, við afgreiðslu og aðstoð við verslunarstjóra. „Ég hef mikla trú á því að Díana eigi eftir að standa sig vel með verslunina,“ segir Valgeir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×