Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 22:14 Serhiy Haidai er héraðsstjóri í Luhansk. Efrem Lukatsky/AP Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10