Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson á landsleik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta sem fram fór í Rotherham í Englandi eftir að farbanni hans lauk. Vísir/Vilhelm Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Síðasta sumar handtók lögreglan í Manchester leikmann ensku úrvalsdeildarinnar vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Fjölmiðlar í Englandi hafa ekki mátt nefna leikmanninn á nafn en skömmu síðar gátu íslenskir fjölmiðlar staðfest að um væri að ræða Gylfa Þór, hann hefur ávallt neitað sök. Hann var látinn laus gegn tryggingu en var látinn sæta farbanni sem þýddi að hann gat ekki yfirgefið Bretlandseyjar. Gylfi Þór var leikmaður Everton á þeim tíma er hann var handtekinn. Hann var þó settur til hliðar af félaginu og lék ekkert með því á síðustu leiktíð. Samningur hans rann út þann 1. júlí síðastliðinn og þó fjölmiðlar ytra hafi orðað hann við lið í tyrknesku úrvalsdeildinni þá virtist sá orðrómur úr lausu lofti gripinn. Alls var farbann Gylfa Þórs framlengt fimm sinnum, um nokkra mánuði í senn. Þann þann 16. júlí síðastliðinn rann það út og var ljóst að það yrði ekki framlengt. Lögreglan í Manchester er hins vegar þögul sem gröfin hvað varðar framhaldið. Síðast þegar hún svaraði fyrirspurnum Vísis, þann 18. júlí, gaf lögreglan út að hún myndi ekki tjá sig um málið fyrr en Gylfi Þór yrði ákærður eða laus allra mála. Sem stendur er ekki vitað hvað Gylfi Þór heldur sig, hvort lögreglan ætli yfir höfuð að kæra eða hver staða mála almennt er. Eftir að hafa ekki sést opinberlega í rúmt ár þá skaut Gylfi Þór upp kollinum eftir að farbannið rann út gildi. Hann mætti á leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og Frakklandi á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi. Fyrri leikurinn fór fram í Manchester en sá síðari í Rotherham, ekki langt frá Manchester-borg. Var hann þar til að styðja við bakið á frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Engar fréttir borist síðan 9. júní Þann 9. júní fjallaði Daniel Taylor, blaðamaður á The Athletic, um mál Gylfa Þórs án þess þó að nefna hann á nafn, þar sem fjölmiðlar í Bretlandi mega það ekki. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Þar var stiklað á stóru í málinu, nefnt að fartölva leikmannsins hefði verið tekin af lögreglu og minnst á sögusagnir þess efnis að límt hefði verið fyrir þakglugga á húsinu þar sem Gylfi Þór áað hafa dvalist undanfarna mánuði. Síðan fréttin birtist þann 9. júní hefur ekki verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum og engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Gylfi Þór Sigurðsson er 32 ára gamall. Hann á að baki atvinnumannaferil í Englandi og Þýskalandi ásamt því að hafa spilað 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira