Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 11:04 Leikmenn FH voru illir eftir að dæmd var vítaspyrna á þá sem reyndar fór svo forgörðum. Skjáskot Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan. Besta deild karla KR FH Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan.
Besta deild karla KR FH Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki