„Við áttum að finna hann þarna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 17:04 Búið var að rífa fánann í hornunum og brjóta hann saman þegar Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, kom að honum í morgun. Vísir/Samsett Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni. Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni.
Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59