Teljarinn var settur upp í mars í fyrra, eftir að eldgosið í Geldingadölum hófst.
Séu gögn teljarans skoðuð sést að flestir lögðu leið sína að gosstöðvunum um hádegið í gær. Teljarinn er staðsettur neðarlega við gönguleiðina og flestir, eða 662, fóru þar um á tólfta tímanum.
Fyrst var sagt frá metfjöldanum á vef Ríkisútvarpsins en þar segir einnigk að eldgosið hafi ekkert breyst frá því í gær. Gosórói hafi ekkert minnkað og hraunið sé ekki byrjað að renna úr Meradölum.
Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að aftur hafi nokkrum fjölskyldum verið vísað frá í gær þar sem of ung börn hafi verið með í för. Sömuleiðis hafi aftur þurft að aðstoða fólk viða ð komast niður af fjallinu. Sautján hafi þurft aðstoð en þar hafi einhverjir meitt sig lítillega og aðrir gefist hreinlega upp á göngunni.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti nú fyrir skömmu á Facebook færslu um að nyrsta gosopið í Meradölum hefði lokast í gær. Nú lifði einungi megingígurinn áfram og þar mætti greina tvö gosop sem hraun streymdi úr.
Gosið héldi áfram af sama krafti og undanfarna daga.