Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 20:51 Erik ten Hag fer vægast sagt illa af stað í stjóratíð sinni hjá Manchester United. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. „Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
„Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó