Beittu armlás og tóku dróna svissnesks tökuliðs ófrjálsri hendi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2022 16:32 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals. Vísir/Egill Lögreglan á Vesturlandi hefur endurheimt dróna svissnesks tökuliðs sem níu starfsmenn Hvals tóku ófrjálsri hendi þegar tökuliðið var að mynda hvalstöðina í Hvalfirði. Tökuliðið hefur nú gefið skýrslu hjá lögreglu en Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, hefur einnig kært atvikið. Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu. Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu.
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira