„Ég er ekki að sofa hjá honum“ Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 12:31 Haaland og Guardiola takast í hendur eftir að Haaland var skipt út af í leiknum gegn West Ham í fyrstu umferð deildarinnar. Getty Images Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er eitt heitasta umræðuefni fjölmiðlamanna í Bretlandi en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, virðist vera orðinn þreyttur á endalausum spurningum um Haaland á fréttamannafundum félagsins. Haaland kom til City frá Dortmund í sumar eftir að hafa verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á félagaskiptamarkaðinum. Norski framherjinn heillaði í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn West Ham. Var Haaland fyrsti leikmaður City til að skora tvö úrvalsdeildarmörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan Sergio Aguero gerði það árið 2011. Framherjinn varð enn eina ferðina aðal umræðuefnið á fréttamannafundi Guardiola fyrir leikinn gegn Bournemouth sem fer fram seinna í dag. „Ég er ekki að sofa hjá honum,“ grínaðist Guardiola aðspurður að því hvernig Haaland tækist á við þá pressu sem er á honum utan vallarins. „Ég er ekki með honum þegar hann er heima hjá sér,“ bætti knattspyrnustjórinn við, þreyttur á ítrekuðum spurningum um Haaland. „Það sem ég sé af honum á æfingasvæðinu er að hann er yfirvegaður. Hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn Liverpool og hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn West Ham.“ Haaland fær of mikla athygli á allt sem hann gerir að mati Guardiola. Knattspyrnustjórinn telur gagnrýnina sem framherjinn fékk eftir leikinn gegn Liverpool of ýkta. „Í þeim leikjum sem hann skorar ekki mark segir fólk að hann sé ekki nógu góður. Þá er eins og heimurinn sé að farast og allt sé hræðilegt. Hann er frábær framherji, ef þú berð saman tölfræðina hans og allra bestu framherja sögunar, á þessum aldri, þá er hann sá besti. Hann er enn þá mjög ungur,“ sagði Guardiola um þennan 22 ára gamla framherja. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Sjá meira
Haaland kom til City frá Dortmund í sumar eftir að hafa verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á félagaskiptamarkaðinum. Norski framherjinn heillaði í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn West Ham. Var Haaland fyrsti leikmaður City til að skora tvö úrvalsdeildarmörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan Sergio Aguero gerði það árið 2011. Framherjinn varð enn eina ferðina aðal umræðuefnið á fréttamannafundi Guardiola fyrir leikinn gegn Bournemouth sem fer fram seinna í dag. „Ég er ekki að sofa hjá honum,“ grínaðist Guardiola aðspurður að því hvernig Haaland tækist á við þá pressu sem er á honum utan vallarins. „Ég er ekki með honum þegar hann er heima hjá sér,“ bætti knattspyrnustjórinn við, þreyttur á ítrekuðum spurningum um Haaland. „Það sem ég sé af honum á æfingasvæðinu er að hann er yfirvegaður. Hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn Liverpool og hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn West Ham.“ Haaland fær of mikla athygli á allt sem hann gerir að mati Guardiola. Knattspyrnustjórinn telur gagnrýnina sem framherjinn fékk eftir leikinn gegn Liverpool of ýkta. „Í þeim leikjum sem hann skorar ekki mark segir fólk að hann sé ekki nógu góður. Þá er eins og heimurinn sé að farast og allt sé hræðilegt. Hann er frábær framherji, ef þú berð saman tölfræðina hans og allra bestu framherja sögunar, á þessum aldri, þá er hann sá besti. Hann er enn þá mjög ungur,“ sagði Guardiola um þennan 22 ára gamla framherja.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Sjá meira