Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 11:58 Lee Jae-yong er gífurlega áhrifamikill í Suður-Kóreu. EPA/KIM MIN-HEE Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap. Suður-Kórea Samsung Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap.
Suður-Kórea Samsung Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira