„Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Arnar segir Víkingsliðið þurfa að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í fyrri viðureigninni í Víkinni fyrir sléttri viku þar sem Víkingur vann frækinn 1-0 sigur gegn afar sterku liði Lech Poznan. Arnar sat fyrir svörum fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld og var léttur. Aðspurður af pólskum blaðamanni um leikplan Víkinga fyrir leikinn sagði hann: „Ég læt þig bara hafa leikplanið okkar, og þú getur svo sýnt þjálfara Poznan það,“ sagði Arnar og brosti við. Á alvarlegri nótum sagði hann: „Við erum með DNA í okkar liði, við reynum að verjast ofarlega á vellinum, með háa varnarlínu og reynum að stíga upp og pressa með mikla orku í okkar leik,“ „Hafandi sagt það, við munum reyna það á morgun [í dag] en ég held að við munum þurfa að þjást [e. suffer] aðeins meira í leiknum en við gerðum í leiknum í Reykjavík. Þeir eru mjög gott lið og spilandi á heimavelli munu þeir mæta í bullandi sókn frá byrjun og reyna að setja okkur undir pressu. Svo við munum þurfa að þjást, og þjást til fullkomnunar til að eiga möguleika. Vonandi mun það ganga eftir en á sama tíma verðum við að reyna að spila okkar leik,“ segir Arnar. Mikilvægt að halda haus í fjandsamlegu andrúmslofti Arnar segir þá mikilvægast fyrir Víkingana að halda einbeitingu í leiknum, að halda haus og spila sinn leik við erfiðar aðstæður. Hann býst við miklum látum í stuðningsmönnum Poznan en félagið tilkynnti í vikunni að allir ársmiðahafar myndu fá frítt á leikinn, í von um að draga sem flesta á völlinn og mynda sér forskot á Víkinga með tólfta manninum. „Stundum er vandamálið hjá okkur á Íslandi, þar sem ekki allir eru atvinnumenn, að það er skortur á einbeitingu. Ef þú lítur á mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum er skorturinn á einbeitingu augljós,“ segir Arnar. „En við höfum tekið einbeitinguna upp á hærra stig í Evrópuleikjunum, þá er einbeitingin á hæsta stigi. Ég held þess vegna að þetta snúist um að takast á við verkefnið. Mér hefur verið sagt að aðdáendurnir hér séu klikkaðir á góðana hátt, þeir eru mjög háværir, svo þetta snýst um að halda taugunum rólegum, vera slakir, spila okkar leik og ekki leyfa andrúmsloftinu að kyrkja okkur til dauða,“ segir Arnar en allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik á einnig leik í keppninni í kvöld gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. Blikar eru 3-1 undir í einvíginu en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í fyrri viðureigninni í Víkinni fyrir sléttri viku þar sem Víkingur vann frækinn 1-0 sigur gegn afar sterku liði Lech Poznan. Arnar sat fyrir svörum fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld og var léttur. Aðspurður af pólskum blaðamanni um leikplan Víkinga fyrir leikinn sagði hann: „Ég læt þig bara hafa leikplanið okkar, og þú getur svo sýnt þjálfara Poznan það,“ sagði Arnar og brosti við. Á alvarlegri nótum sagði hann: „Við erum með DNA í okkar liði, við reynum að verjast ofarlega á vellinum, með háa varnarlínu og reynum að stíga upp og pressa með mikla orku í okkar leik,“ „Hafandi sagt það, við munum reyna það á morgun [í dag] en ég held að við munum þurfa að þjást [e. suffer] aðeins meira í leiknum en við gerðum í leiknum í Reykjavík. Þeir eru mjög gott lið og spilandi á heimavelli munu þeir mæta í bullandi sókn frá byrjun og reyna að setja okkur undir pressu. Svo við munum þurfa að þjást, og þjást til fullkomnunar til að eiga möguleika. Vonandi mun það ganga eftir en á sama tíma verðum við að reyna að spila okkar leik,“ segir Arnar. Mikilvægt að halda haus í fjandsamlegu andrúmslofti Arnar segir þá mikilvægast fyrir Víkingana að halda einbeitingu í leiknum, að halda haus og spila sinn leik við erfiðar aðstæður. Hann býst við miklum látum í stuðningsmönnum Poznan en félagið tilkynnti í vikunni að allir ársmiðahafar myndu fá frítt á leikinn, í von um að draga sem flesta á völlinn og mynda sér forskot á Víkinga með tólfta manninum. „Stundum er vandamálið hjá okkur á Íslandi, þar sem ekki allir eru atvinnumenn, að það er skortur á einbeitingu. Ef þú lítur á mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum er skorturinn á einbeitingu augljós,“ segir Arnar. „En við höfum tekið einbeitinguna upp á hærra stig í Evrópuleikjunum, þá er einbeitingin á hæsta stigi. Ég held þess vegna að þetta snúist um að takast á við verkefnið. Mér hefur verið sagt að aðdáendurnir hér séu klikkaðir á góðana hátt, þeir eru mjög háværir, svo þetta snýst um að halda taugunum rólegum, vera slakir, spila okkar leik og ekki leyfa andrúmsloftinu að kyrkja okkur til dauða,“ segir Arnar en allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik á einnig leik í keppninni í kvöld gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. Blikar eru 3-1 undir í einvíginu en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31
Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25