Fjallað er um samrunatilboðið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Þar segir að tilboðið feli í sér að hluthafa Unity eignist 55 prósent hlutafjár í sameinuðu félagi, skipi meirihluta stjórnar en njóti aðeins 49 prósent atkvæðisréttar í félaginu.
Í viðskiptunum mögulegu er Unity metið á 17,5 milljarða dala. Það er um átján prósent yfir markaðsvirði Unity við lokun markaða á mánudag.
Unity hefur gefið út að félagið muni ekki tjá sig frekar um samrunatilboðið en að staðfesta að það hafi borist.
AppLovin er hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar framleiðendur smáforrita á margvíslegan hátt, til að mynda með markaðssetningu, tekjuöflun og greiningu.