Keypti bolta og búnað fyrir liðið en segir að félagið hafi svikið samninginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2022 07:00 Arnar Hallsson (t.h.) segir að ÍR hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Hér er hann með formanni knattspyrnudeildar ÍR, Magnúsi Þór Jónssyni. ÍR Arnar Hallsson, fyrrverandi þjálfari ÍR, segist hafa hætt þjálfun liðsins sökum þess að félagið hafi ekki staðið við sinn enda samningsins við hann á sínum tíma. Arnar hafi keypt bolta og búnað fyrir ÍR, en að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að afla fjár og koma til móts við hans kröfur. Þetta er meðal þess sem Arnar segir í viðtali við hann sem birtist á Fótbolti.net í gær. Arnar segir að þegar hann skrifaði undir samninginn á sínum tíma hafi verið átta atriði sem hann tilgreindi að félagið ætti að standa skil á til þess að hægt væri að ná árangri. Félagið hafi þó ekki gert það og því hafi hann ákveðið að hætta um miðjan júní á þessu ári. „Þetta er þannig að þegar ég gerði samninginn þá voru átta atriði sem ég tilgreindi að félagið ætti að standa skil á til þess að hægt væri að ná árangri. Þegar uppi var staðið þá voru tvö af þessum átta atriðum í lagi. Ég vildi fá tvo erlenda leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Arnar í viðtalinu sem birtist á Fótbolti.net í gær. Hann segir að félagið hafi ætlað að nýta peningana sem fengust frá leikmannasölum til að styrkja liðið, en þegar á hólminn var komið voru ekki einu sinni til peningar til að kaupa bolta. „Mér hafði verið heitið því að peningurinn sem kom út úr sölunni á Reyni (Haraldssyni) færi í að styrkja liðið. Maggi (Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar) var svona að draga lappirnar í þessu. Mér fannst bara ekki ásættanlegt að félagið stæði svona illa við þennan samning sem það hafði gert við mig,“ sagði Arnar. „Ég var í raun vonsvikinn með það því ég var búinn að styrkja félagið mjög hraustlega sjálfur. Það átti ekki pening fyrir boltum þannig ég keypti bolta, ég keypti leikgreiningar og lagði til GPS tækin. Mér fannst félagið geta lagt meiri vinnu á sig til að afla þessara peninga til þess að fá þessa tvo leikmenn sem ég taldi að vantaði. Þeir voru ekki þar og það fannst mér bara vera svik við samninginn sem ég hafði gert við félagið og þess vegna hætti ég,“ bætti Arnar við. Margt skrítið í gangi í Breiðholtinu Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem ÍR, sem leikur í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, ratar í fréttir af röngum ástæðum. Nú seinast var fjallað um það hér á Vísi að fyrrverandi formaður félagsins, Árni Birgisson, hafi verið skráður liðsstjóri í leik liðsins austur á landi, en Árni var í október í fyrra ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Í viðtali sínu við Fótbolti.net fer Arnar um víðan völl og ræðir meðal annars um leikmannakaup sem aldrei urðu, bolta og búnað sem hann lagði út fyrir sjálfur og að aðeins hafi verið staðið við tvö af þeim átta atriðum sem hann bað um þegar hann skrifaði undir samning við liðið. Þá nefnir hann einnig skrítna stjórnarhætti ÍR-inga og bendir á að hann telji Magnús Þór Jónsson, formann knattspyrnudeildar ÍR, vera einan í stjórn. „Það er enginn í stjórninni, Maggi er einn í stjórninni. Ég óskaði eftir fundi með aðalstjórn ÍR um áramótin til að ræða það að deildin sé stjórnlaus. Í samningum hjá mér voru mánaðarlegir fundir með stjórn til að fara yfir stöðuna og skipuleggja verkefni. Það var einn fundur haldinn eftir áramót, með Magga einum, og þegar ég segi upp þá mæta tveir menn á fundinn. Það er enginn stjórn í knattspyrnudeild ÍR.“ „Ég vissi það að til þess að ná árangri þá þurfa menn að tala saman og vera sammála um hvert verkefnið er og hvernig er verið að vinna það. Til þess þarf fundi, mánaðarlega fundi sem ég setti inn í samninginn, en deildin gat ekki einu sinni gert það vegna þess að deildin var óstarfhæf.“ Fótbolti ÍR Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Arnar segir í viðtali við hann sem birtist á Fótbolti.net í gær. Arnar segir að þegar hann skrifaði undir samninginn á sínum tíma hafi verið átta atriði sem hann tilgreindi að félagið ætti að standa skil á til þess að hægt væri að ná árangri. Félagið hafi þó ekki gert það og því hafi hann ákveðið að hætta um miðjan júní á þessu ári. „Þetta er þannig að þegar ég gerði samninginn þá voru átta atriði sem ég tilgreindi að félagið ætti að standa skil á til þess að hægt væri að ná árangri. Þegar uppi var staðið þá voru tvö af þessum átta atriðum í lagi. Ég vildi fá tvo erlenda leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Arnar í viðtalinu sem birtist á Fótbolti.net í gær. Hann segir að félagið hafi ætlað að nýta peningana sem fengust frá leikmannasölum til að styrkja liðið, en þegar á hólminn var komið voru ekki einu sinni til peningar til að kaupa bolta. „Mér hafði verið heitið því að peningurinn sem kom út úr sölunni á Reyni (Haraldssyni) færi í að styrkja liðið. Maggi (Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar) var svona að draga lappirnar í þessu. Mér fannst bara ekki ásættanlegt að félagið stæði svona illa við þennan samning sem það hafði gert við mig,“ sagði Arnar. „Ég var í raun vonsvikinn með það því ég var búinn að styrkja félagið mjög hraustlega sjálfur. Það átti ekki pening fyrir boltum þannig ég keypti bolta, ég keypti leikgreiningar og lagði til GPS tækin. Mér fannst félagið geta lagt meiri vinnu á sig til að afla þessara peninga til þess að fá þessa tvo leikmenn sem ég taldi að vantaði. Þeir voru ekki þar og það fannst mér bara vera svik við samninginn sem ég hafði gert við félagið og þess vegna hætti ég,“ bætti Arnar við. Margt skrítið í gangi í Breiðholtinu Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem ÍR, sem leikur í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, ratar í fréttir af röngum ástæðum. Nú seinast var fjallað um það hér á Vísi að fyrrverandi formaður félagsins, Árni Birgisson, hafi verið skráður liðsstjóri í leik liðsins austur á landi, en Árni var í október í fyrra ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Í viðtali sínu við Fótbolti.net fer Arnar um víðan völl og ræðir meðal annars um leikmannakaup sem aldrei urðu, bolta og búnað sem hann lagði út fyrir sjálfur og að aðeins hafi verið staðið við tvö af þeim átta atriðum sem hann bað um þegar hann skrifaði undir samning við liðið. Þá nefnir hann einnig skrítna stjórnarhætti ÍR-inga og bendir á að hann telji Magnús Þór Jónsson, formann knattspyrnudeildar ÍR, vera einan í stjórn. „Það er enginn í stjórninni, Maggi er einn í stjórninni. Ég óskaði eftir fundi með aðalstjórn ÍR um áramótin til að ræða það að deildin sé stjórnlaus. Í samningum hjá mér voru mánaðarlegir fundir með stjórn til að fara yfir stöðuna og skipuleggja verkefni. Það var einn fundur haldinn eftir áramót, með Magga einum, og þegar ég segi upp þá mæta tveir menn á fundinn. Það er enginn stjórn í knattspyrnudeild ÍR.“ „Ég vissi það að til þess að ná árangri þá þurfa menn að tala saman og vera sammála um hvert verkefnið er og hvernig er verið að vinna það. Til þess þarf fundi, mánaðarlega fundi sem ég setti inn í samninginn, en deildin gat ekki einu sinni gert það vegna þess að deildin var óstarfhæf.“
Fótbolti ÍR Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti