„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2022 21:38 Í dag tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að börnum yngri en tólf ára yrði meinaður aðgangur að gosinu. Vísir/Vilhelm Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent