Fjórir leikir fóru fram á sunnudaginn og tveir í gær, mánudag. KR vann öruggan 4-0 sigur gegn ÍBV á heimavelli í fyrsta leik umferðarinnar á mánudaginn og á sama tíma vann KA 0-3 útisigur gegn FH.
Ekki létu mörkin standa á sér í kvöldleikjunum tveim þegar Fram og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli á sama tíma og Stjarnan vann ótrúlegan 5-2 sigur gegn toppliði Breiðabliks.
Þá unnu Keflvíkingar 1-2 útisigur gegn Leiknismönnum í gær og Valsmenn unnu sömuleiðis 1-2 útisigur gegn ÍA.