Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gosstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 11:52 Björgunarfólk við gosstöðvarnar hefur meðal annars þurft að standa í því að leita að og aðstoða fólk sem virt hefur lokanir lögreglu að vettugi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“
Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk.
Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda