Sagnfræðingurinn og Pulitzer-hafinn David McCullough látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 17:53 David McCullough við heimili sitt á eyjunni Martha's Vineyard í Massachusetts. AP/Steven Senne David McCullough, sagnfræðingur og tvöfaldur Pulitzer-verðlaunahafi, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á sunnudag umkringdur fjölskyldu sinni í bænum Hingham í Massachussets í Bandaríkjunum, aðeins tveimur mánuðum á eftir Rosalee Barnes, eiginkonu sinni til 68 ára. Fjölskylda hans greindi frá þessu á Facebook og hefur dóttir hans, Dorie Lawson, staðfest fregnirnar. McCullough hlaut BA-gráðu í enskum bókmenntum frá Yale-háskóla 1955 og starfaði næstu tólf árin eftir það sem blaðamaður og ritstjóri hjá ýmsum tímaritum, fréttamiðlum og stofnunum. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, veitti David McCullough Frelsisorðuna árið 2006.AP/Pablo Martinez Monsivais Þá ákvað hann að snúa sér að skrifum og útgáfu eigin verka og 1968 gaf hann út sína fyrstu bók, The Johnstown Flood. Það var upphafið að löngum og farsælum rithöfundarferli sem innihélt fjölda bóka sagnfræðilegs eðlis. Meðal verka McCullough má nefna sagnfræðibækurnar 1776, The Wright Brothers, Truman og John Adams. Fyrir þær tvær síðastnefndu hlaut hann Pulitzer-verðlaun en þær voru einnig gerðar að kvikmynd og sjónvarpsþáttaseríu. McCullough vann sjálfur einnig í kvikmyndum, þá aðallega sem sögumaður ýmissa heimildamynda. Auk þess að fá tvisvar Pulitzer-verðlaun hlaut McCullough einnig Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2006, eina mestu viðurkenningu sem Bandaríkjamenn geta hlotið. Andlát Bandaríkin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Hann lést á sunnudag umkringdur fjölskyldu sinni í bænum Hingham í Massachussets í Bandaríkjunum, aðeins tveimur mánuðum á eftir Rosalee Barnes, eiginkonu sinni til 68 ára. Fjölskylda hans greindi frá þessu á Facebook og hefur dóttir hans, Dorie Lawson, staðfest fregnirnar. McCullough hlaut BA-gráðu í enskum bókmenntum frá Yale-háskóla 1955 og starfaði næstu tólf árin eftir það sem blaðamaður og ritstjóri hjá ýmsum tímaritum, fréttamiðlum og stofnunum. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, veitti David McCullough Frelsisorðuna árið 2006.AP/Pablo Martinez Monsivais Þá ákvað hann að snúa sér að skrifum og útgáfu eigin verka og 1968 gaf hann út sína fyrstu bók, The Johnstown Flood. Það var upphafið að löngum og farsælum rithöfundarferli sem innihélt fjölda bóka sagnfræðilegs eðlis. Meðal verka McCullough má nefna sagnfræðibækurnar 1776, The Wright Brothers, Truman og John Adams. Fyrir þær tvær síðastnefndu hlaut hann Pulitzer-verðlaun en þær voru einnig gerðar að kvikmynd og sjónvarpsþáttaseríu. McCullough vann sjálfur einnig í kvikmyndum, þá aðallega sem sögumaður ýmissa heimildamynda. Auk þess að fá tvisvar Pulitzer-verðlaun hlaut McCullough einnig Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2006, eina mestu viðurkenningu sem Bandaríkjamenn geta hlotið.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira