Skipað verður í embættin frá 1. október næstkomandi og munu báðir dómararnir sinna störfum við alla héraðsdómstóla landsins eftir ákvörðun dómarasýslunnar. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.
Eftirfarandi sóttu um embættin:
- Karl Gauti Hjaltason lögfræðingur.
- Karl Óttar Pétursson lögmaður.
- Sigurður Jónsson lögmaður.
- Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara.
- Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar.
- Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður.
- Þuríður Árnadóttir lögfræðingur.
Allir umsækjendur sóttust eftir báðum embættum en umsóknarfrestur rann út þann 2. ágúst.