Úkraínumenn og Rússar gerðu með sér samning um kornútflutning Úkraínumanna fyrr í mánuðinum með fulltingi Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna. Fyrir innrásina framleiddu Rússland og Úkraína samanlagt um þriðjung af öllu korni í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar höfðu varað við hungursneyð, ef ekki næðust samningar milli landanna.
Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu á föstudaginn og fagna yfirvöld því að vel gangi.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið.
Skipafélög höfðu varann á í upphafi en Rússar höfðu tvígang gert loftárásir á Odessu eftir að samkomulag um kornútflutning var undirritað.
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fagnar útflutningnum og bindur vonir við að Rússar standi við samninginn, en samkomulagið gildir í 120 daga. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og höfðu ekki komist þaðan síðan.