Okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttir fer fyrir liðinu, en liðsfélagar hennar eru Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo.
Fyrsta æfing dagsins ber heitið „Rinse 'N' Repeat“ og samanstendur af sundi og skíðavél. Á hverjum tveimur mínútum þurfa keppendur að synda 45 metra og brenna svo átta kaloríum í vélinni. Kaloríufjöldinn eykst svo um tvær með hverri umferð fyrir sig þangað til að í sj-undu og áttundu umferð eiga keppendur að brenna eins mörgum karloríum og mögulegt er á þeim tíma sem eftir er.
Það var bandaríska liðið CrossFit Mayhem Freedom sem vann viðburðinn, en liðið brenndi 533 kaloríum. Íslenska liðið kom þar á eftir með 517 karloríur.
CrossFit Mayhem Freedom situr í efsta sæti leikanna, en liðið er með 552 stig. CrossFit Reykjavík situr enn í fimmta sæti, nú með 480 stig.